Gestabók

Skrifa í Gestabók

  • Skráðir notendur gefi upp notandanafn og lykilorð efst á síðunni og skrifi svo færslu í reitinn hér að neðan. Gestabókarfærslan birtist strax.
  • Óskráðir notendur geta einnig skrifað færslu. Athugasemdir þeirra birtast strax og ekki þarf að staðfesta uppgefið netfang.

Gestir:

Er rólegt á síðunni??

Sæl Sigga mín ég sá þessa síðu þína inni hjá Rúnari Birgi og datt í hug að lita við. Gaman að sjá myndirnar af Þórgunni hún er orðin svo stór. Ég kíki inn hjá þér annað slagið. kveðja Inga M

Inga María S. Jónínudóttir (Óskráður, IP-tala skráð), fös. 23. jan. 2009

Sæl

Var inn á síðunni hennar Eddu Brynleifs og fann link á þína síðu alltaf gaman að lesa fréttir af fyrrverandi skólafélögum.. kv Anna Birna

Anna Birna (Óskráður, IP-tala skráð), sun. 11. nóv. 2007

Sæl vertu vinkona og skólasystir

Gaman heyra í þér og sjá. Til hamingju með glæsilegan sigur mannsins þíns í reiðmennskunni. Ég spáði þessi fyrir þremur árum eða svo, manstu. það gekk eftir. Þú kemmst því miður ekki ínn í gestabókina mína þótt þú vildir. Varð að loka henni. Get ekki staðið í þrasi við fólk. Margir þola ekki þegar rökin þrjóta og hefja frekar leiðinlegt skítkast. Hef samt ekki verið neitt óvægin en tekið á málum sem þurfa umræðna við, mun gera það áfram. Nú verða menn að svara í eigin blokki, það er hið besta mál. Ef til vill eru samt fáein korn af salti jarðar í pistlum mínum,vona það. Bestu kveðjur til þinna, Sigríður Laufey

Sigríður Laufey Einarsdóttir (Óskráður, IP-tala skráð), mán. 27. ágú. 2007

Stefán Jónsson

Innlit

Sæl vertu, Sigríður húsfreyja. Gaman að þú skulir deila með okkur lífsspeki þinni og skoðunum, sem eru hátt yfir allan vafa hafðar. Ég ætla hins vegar að biðja þig að snúa blinda auganu að bullinu í mér, enda er það alls ekki prenthæft. Meira svona huxað til að fá útrás fyrir geðvonsku mína yfir allri vitleysunni sem dynur á manni í fréttum dags daglega. Ég hef nú ekki þurft að pirra mig neitt nýlega, enda gúrkutíð í fjölmiðlum og ég hef ekkert slæmt um gúrkur að segja. Bestu kveðjur úr Þingeyjarsýslunum, þar sem sólarlagið er jafnvel enn fegurra en í Skagafirði.

Stefán Jónsson, þri. 17. júlí 2007

Sólmundur Friðriksson

Takk fyrir innlitið

Sæl Sigga )...eða Sigríður frá Tungu ... eins og þín verður eflaust minnst í sögubókunum... :) )og takk fyrir kíkkið á síðuna hjá mér. Ég er svona að prófa þetta bloggdæmi en ekki viss um að ég sé haldinn nógu miklum athyglisþorsta til að gera þetta af einhverju viti - meina þetta ekki í neikvæðri merkingu. Líst vel á síðuna hjá þér. Bestu kveðjur úr Keflavík!

Sólmundur Friðriksson, þri. 29. maí 2007

Sæl Sigga!

Ég aulaðist inn á bloggið hja Ingu Heiðu áðan og sá þar nafnið þitt! Varð að líta við.. Af mér og mínum er bara allt gott að frétta, bara nóg að gera í vinnunni og leikskóla svona svipað og hjá öðrum býst ég við. Jæja, búin að kvitta, hafðu það sem allra best, kærar kveðjur, Helga Svava Arnarsdóttir

Helga Svava Arnarsdóttir (Óskráður), fim. 1. mars 2007

Jónína Hjaltadóttir

Gaman að sjá þig hér..... ;)

Sæl Sigga og til hamingju með vígslurnar báðar. Skemmtileg síða hjá þér og gaman að geta fylgst aðeins með. Gangi þér vel að messa yfir Króksurum. Kveðja. Jónína Hjalta

Jónína Hjaltadóttir, mið. 17. jan. 2007

Fundinn

Hafi ég verið tíndur er ég fundinn eins og sauðurinn í biblíunni sem Jesú skildi eftir í fyrstu göngum en fann ekki fyrr en í eftirleit.

Kári (Óskráður), fös. 3. nóv. 2006

Kveðjur

Til hamingju með nýja síðu :-) Sigurður E.

Sigurður Eyþórsson (Óskráður), sun. 29. okt. 2006

Ásta mákka

Ætlaði nú bara að verða fyrst til að skrifa í gestabókina, Kveðja úr Spóahólunum

Ásta (Óskráður), mán. 23. okt. 2006

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband