6.1.2007 | 19:23
Stjörnu skilnaður
Mikið eru aðdáendur Magna leiðir og hissa, að hann skuli vera að skilja við konu sína, hana Eyrúnu. (Sem ég veit reyndar ekki hvort er satt eða logið). Mér finnst það mjög merkilegt þar sem að skilnaðir eru allt annað en sjaldgæfir í samfélaginu. Þar fyrir utan hafa þau hjú verið undir meira álagi en eðlilegt getur talist undanfarna mánuði.
Athugasemdir
það er nú alltaf leitt þegar leiðir skilur, ekki síst ef að lítil börn eru með í myndinni. Ég verð nú að viðurkenna að mér fannst þetta voða sorglegt með þau og ennþá sorglegra að spjallþræðir, s.s. barnaland.is, séu undirlagðir af slúðri og ósmekklegum umræðum um þetta einkamál þeirra. En vissulega er ákveðin mótsögn í því að allir megi fylgjast með þegar vel gengur (þau fengu t.d. Innlit útlit til að flikka upp á heimilið) en svo megi ekki gaspra um hina hliðina... kannski best að hafa "aðgát skal höfð í nærveru sálar" í huga bæði í með- og mótvindi...??
Berglind Indriða (IP-tala skráð) 9.1.2007 kl. 12:56
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.