Farið hefur fé betra og skúffukaka

Á sama tíma og Geir Hilmar biðst lausnar er ég er að baka skúffuköku. Þetta eru ekki alveg sambærileg tíðindi en hér um bil jafn fátíð. Ég baka nefnilega næstum því aldrei skúffuköku og varð að leita á náðir veraldarvefsins til að finna uppskrift. Eymundur Ás á von á vinum síðdegis í vinahóp og ég verð að reyna að standa mínar móðurlegu skyldur um veitingar við hæfi.
Gott að þessi ríkisstjórn er sprungin, hún var ekki að virka sem skyldi. Við fáum sem sagt skúffuköku með mjólk hér í túninu heima en hvað fær þjóðin í staðinn fyrir Geir og Imbu Sól?

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Snæbjörnsson

er brauði pólitískt ?

Jón Snæbjörnsson, 26.1.2009 kl. 13:42

2 identicon

Þú hefðir nú getað leitað til mágkonu þinnar eftir skúffukökuuppskrift enda baka ég bestu skúffuköku í heimi!!!  Í það minnsta ef marka má syni mína.....

Ásta (IP-tala skráð) 27.1.2009 kl. 22:49

3 identicon

Vona að skúffukakan hafi fallið í kramið hjá piltunum.  Af ríkisstjórn er það að segja að ég er smeyk um ástandið og líst ekki meir en svo á nýja stjórn.  Mér finnst þó hálfkómískt að nú þegar Sjálfstæðisflokkurinn hefur verið við völd í 17 ár hefur allt þetta gerst: þensla í ríkisbúskap, gengishrun, óðaverðbólga o.fl., allt það sem Sjálfstæðisflokkurinn hefur hamrað á í gegnum tíðina að myndi gerast kæmist vinstri stjórn til valda.  Út á þann hræðsluáróður hefur flokkurinn jú fengið ófá atkvæði gegnum tíðina.

Ninna Sif (IP-tala skráð) 28.1.2009 kl. 08:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband