27.12.2008 | 08:42
Jólin, jólin, allstaðar..
Helgihald jólanna hefur gengið stórslysalaust, 360 manns komu í kirkju í aðfangadagskvöld í tvær messur, rólegra yfir messusókn á jóladag. Fórum út í Ketu á Skaga að messa í gær og þar klikkaði ekki messusóknin frekar en vanalega.
Börnin eru sæl og glöð í jólafríinu enda veislur upp á hvern dag og við foreldrarnir eru líka mjög fegin að brjóta upp rútínu hversdagsins. Húsbóndinn spilar reglulega bridge það gerist einu sinni á ári og þá hittast gamlir félagar og taka í spil og fá sér í aðra tána. Mér finnst það mjög skemmtilegur siður hjá þeim og dáist að þeim að halda spilakunnáttunni við;-).
Þessi dagur er nánast fyrirkvíðanlegur því framundan eru tvö jólaboð. Sjálfstjórnin er alveg í lágmarki á slíkum samkomum. Að jólaboðum loknum er planið að hitta nokkrar vinkonur frá gamalli tíð hjá Guggupuggu í Víðihlíðinni númer eitt. Það er erfitt en gaman að lifa í þessum heimi. Ætla að skríða undir sæng meðan að börnin eru upptekin við að horfa á músahús Mikka og lesa nokkrar síður í Myrká.
Vona að þið hafið það gott yfir hátíðirnar og njótið samvista við fjölskyldu og vini.
Börnin eru sæl og glöð í jólafríinu enda veislur upp á hvern dag og við foreldrarnir eru líka mjög fegin að brjóta upp rútínu hversdagsins. Húsbóndinn spilar reglulega bridge það gerist einu sinni á ári og þá hittast gamlir félagar og taka í spil og fá sér í aðra tána. Mér finnst það mjög skemmtilegur siður hjá þeim og dáist að þeim að halda spilakunnáttunni við;-).
Þessi dagur er nánast fyrirkvíðanlegur því framundan eru tvö jólaboð. Sjálfstjórnin er alveg í lágmarki á slíkum samkomum. Að jólaboðum loknum er planið að hitta nokkrar vinkonur frá gamalli tíð hjá Guggupuggu í Víðihlíðinni númer eitt. Það er erfitt en gaman að lifa í þessum heimi. Ætla að skríða undir sæng meðan að börnin eru upptekin við að horfa á músahús Mikka og lesa nokkrar síður í Myrká.
Vona að þið hafið það gott yfir hátíðirnar og njótið samvista við fjölskyldu og vini.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.