Út með jólaköttinn..

Nú er ég komin á fremsta hlunn með að skila kettinum hennar Sunnu. Hann er eitthvað að misskilja þetta með jólaköttinn, því trúlega heldur hann að það sé hann sjálfur. Síðastliðna daga hefur hann étið túnfisksalat sem ég var nýbúin að laga af mikilli alúð, bíta mig í betri hælinn og kornið sem fyllti mælinn var þegar að hann byrjaði að rífa í sig forláta dyrakrans keyptan í RL Gallery. Hef ekki heyrt um kött sem étur jólaskraut fyrr.

Undirbúningur jólanna gengur ágætlega, hann er reyndar frekar á andlega sviðinu en hinu sýnilega. Börnin eru að leika sér saman í legó og syngja jólalög með öðrum systkinum, KK og Ellen og hestamaðurinn er hvergi sjáanlegur því að tamningatryppin eru ekki enn komin í jólafrí.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Haha! Bíddu bara þangað til þú setur upp jólatréð.  Ég spái því að þetta sé svipað jólakattarkeis og ég og mín fjölskylda áttum í á Hólum fyrir allmörgum árum.  Ekkert sem hékk neðarlega á trénu var heilt eftir jólin en kattarkjáninn lét það þó vera að klifra í trénu. Gút lökk og ég mæli með að hafa vídeotökuvélina við hendina þegar tréð verður sett upp og næstu klukkutímana á eftir.

Jólakveðja frá konunni með rólegu og stilltu heiðurskisuna, Fröken Soffíu

Alma (IP-tala skráð) 21.12.2008 kl. 22:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband