Skáldatal og talað við skáld

Suma daga tekst mér að afkasta gríðarlega miklu og það gerðist einmitt í dag, eftir heldur aðgerðalitla daga. Ég ætla ekki að tala um dagana þar sem tíminn lekur eins og sandur milli fingranna og mér verður ekkert úr verki. Þó ég hafi verið svona dugleg, eyddi ég löngum tíma í að finna ljóð um jólin eftir Hannes Pé, skagfirzka skáldið góða. Af því að ég er einkadóttir foreldra minna finnst mér bæði eðlilegt og sjálfsagt að þau taki virkan þátt í lífi mínu og ég lét þau hjálpa mér að leita. Þeim til lítillar gleði. Fyrir rest segir mamma við mig, ögn snúin: Því hringir þú ekki bara í kallinn og spyrð hann sjálfan um þetta ljóð? Og það varð úr, ég hringdi í kallinn og hann var ljúfur eins og lamb og greiddi úr vanda mínum hratt og örugglega. Honum fannst Krókurinn skemmtilegur eins og hann var, ég reyndi að segja honum að hann væri enn skemmtilegur en er ekki viss um að hann hafi trúað mér.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Bryndís Eva Vilhjálmsdóttir

Alltaf best að sleppa öllum krókaleiðum

Bryndís Eva Vilhjálmsdóttir, 19.12.2008 kl. 10:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband