16.12.2008 | 08:41
Það á að gefa börnum brauð, rúgbrauð
Mamma hefur bakað rúgbrauð frá því að elstu menn muna. Hún setur brauðið í ofninn undir kvöld og seyðir yfir nótt. Um daginn kvartaði hún undan að hún hefði feilreiknað sig og mátt fara ofan í rauða bítið til að taka út rúgbrauðið. Ég hló að óförum mömmu og fannst þetta alveg svakalega fyndið, svona í ljósi þess að hún er enginn byrjandi í rúgbrauðsgerð. En mér hefndist fyrir. Í gær ætlaði ég sjálf að baka rúgbrauð og fer að blanda saman rúgmélinu og heilhveitinu upp úr hádegi. Hvað haldið þið? Engin súrmjólk til í kotinu og ég hugsa að ég komi við hjá Ásgeiri frænda mínum um leið og ég sæki Þórgunni og kaupi súrmjólk. Það var um fjögurleytið og við mægðurnar, Þórgunnur og ég vorum að setja rúgbrauðið í ofninn að ganga fimm. Varð að fara fram úr klukkan hálf þrjú til að taka brauðið út. Ætla ekki að hlægja að henni móður minni á næstunni.
Athugasemdir
Gott hjá ykkur mæðgum að baka rúgbrauð, þó við hér í Hveragerði viljum auðvitað allra helst hverabrauð, seytt í hver í mjólkurfernu. En svo ég sé nú leiðinleg og skipti mér af, er þá ekki ráð að líta á klukkuna áður en sett er í ofninn? Nei, ég segi nú bara svona...
Ninna Sif (IP-tala skráð) 16.12.2008 kl. 10:26
Sigga mín svo á ég alveg dýrindis uppskrift sem þarf bara að baka í 4klst
Klara (IP-tala skráð) 16.12.2008 kl. 11:02
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.