14.12.2008 | 21:55
Tónlist og helgihald um helgina
Þetta var ágæt helgi og ánægjuleg. Ég náði að vera viðstödd ferna tónleika af ólíkum toga, fyrst sungu leikskólabörnin á Glaðheimum fyrir foreldra sína á föstudagsmorgun, svo Frostrósir og frostpinnar í íþróttahöllinni á Akureyri á föstudagskvöld. Í gær hlustuðum við mæðgurnar á sönghóp eldri borgara syngja í Skaffó og í dag spilaði frumburðurinn á sínum fyrstu jólatónleikum.
Þriðji kvenpresturinn í fjölskyldunni tók víglsu á Hólum í dag. Það er hún Ursúla móðursystir mín en hún ætlar að þjóna Skagstrendingum og nærsveitungum. Ekki amalegt að fá hana í nágrennið.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.