15.11.2008 | 18:54
Myndarlegu börnin mín
Kári bróðir hrósaði sér stundum af því að hann hafi alið mig upp. Eymundur Ás tekur einnig virkan þátt í uppeldi systur sinnar og hefur fundið upp nýja aðferð til að láta hana hlýða, möglunarlaust. Ekki víst að þessi aðferð virki nema tímabundið, en hún felst í hótuninni: Þá verður enginn Eymi! Það finnst Þórgunni náttúrlega ótækt og tekur engan sjensa. Beggi, hinn óviðjafnanlegi ljósmyndari, tók myndir af systkinunum í morgun. Maðurinn hefur ótvíræða hæfileika í að fá börn til að sitja kyrr, brosa og vera sæt. Kannski rata einhverjar á kort ef að kreppan sligar mig ekki fyrir jólin. Hér fylgir ein heima-misheppnuð frá í fyrra.
Athugasemdir
Mynd af þessum börnum getur aldrei verið misheppnuð. Knús í kotið.
Ninna Sif (IP-tala skráð) 15.11.2008 kl. 20:08
Flottur jólasvipur! Bið að heilsa norður.
Eyþór Árnason, 16.11.2008 kl. 00:07
Sætusætu börn :)
ÓlaP (IP-tala skráð) 16.11.2008 kl. 22:14
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.