Fiskur í fyrsta sinn

Hér var borðuð soðning í gærkvöldi. Ekkert merkilegt við það nema að Urtnasan (20) var að borða fisk í fyrsta skipti. Henni fannst hann góður og fékk sér aftur enda frábær þorskur veiddur út á firði af organistanum. Margt nýtt fyrir stúlkunni, t.d. hafið. Hún hefur aldrei séð sjó áður. Og ekki cheerios heldur.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ja hérna, hvers lensk er blessuð stúlkan. Ætlar þú að bjóða henni uppá slátur fljótlega?

Ásta Ólöf Jónsdóttir (IP-tala skráð) 16.10.2008 kl. 22:56

2 Smámynd: Sigríður Gunnarsdóttir

Hún kemur úr Asíu miðri, frá Mongólíu. Næst er það slátur og svo súrmatur og hákarl..

Sigríður Gunnarsdóttir, 16.10.2008 kl. 23:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband