16.10.2008 | 10:16
Fiskur í fyrsta sinn
Hér var borðuð soðning í gærkvöldi. Ekkert merkilegt við það nema að Urtnasan (20) var að borða fisk í fyrsta skipti. Henni fannst hann góður og fékk sér aftur enda frábær þorskur veiddur út á firði af organistanum. Margt nýtt fyrir stúlkunni, t.d. hafið. Hún hefur aldrei séð sjó áður. Og ekki cheerios heldur.
Athugasemdir
Ja hérna, hvers lensk er blessuð stúlkan. Ætlar þú að bjóða henni uppá slátur fljótlega?
Ásta Ólöf Jónsdóttir (IP-tala skráð) 16.10.2008 kl. 22:56
Hún kemur úr Asíu miðri, frá Mongólíu. Næst er það slátur og svo súrmatur og hákarl..
Sigríður Gunnarsdóttir, 16.10.2008 kl. 23:46
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.