Sú mongólska að koma

Á þessari stundu er au peran einhvers staðar í háloftunum á milli Peking og London. Er mjög spennt að kynnast henni og Eymundur Ás ræður sér ekki að af eftirvæntingu. Þórgunnur vill hins vegar fá Marie aftur.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Jiminn eini hvað þetta er spennó.  Vona svo innilega að þetta sé happafengur fyrir fjölskylduna.

Skrýtið Sigga, ég var að lesa tvær frábærar bækur, og um leið og ég las þær kom reglulega upp í hugann að þetta væru bækur fyrir þig.  Um er að ræða Karitas án titils og Óreiða á striga e. Kristínu Marju Baldursdóttur.  Varð að láta þig vita, þú komst svo oft upp í hugann við lesturinn.  Verst hvað Skagfirska konan í bókunum er leiðinleg, en svona er lífið;-) Bestu kveðjur í bæinn.

Ninna Sif (IP-tala skráð) 12.10.2008 kl. 19:43

2 Smámynd: Sigríður Gunnarsdóttir

Heyrðu, búin að lesa Karitas en á Óreiðuna til góða. Og vesalings mongólska er föst á flugvelli í London, því hún missti af vélinni. Þannig fór með sjóferð þá..

Sigríður Gunnarsdóttir, 12.10.2008 kl. 22:38

3 identicon

Æ, æ, vona að hún komist klakklaust á leiðarenda þó síðar verði.

Alma (IP-tala skráð) 12.10.2008 kl. 23:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband