7.10.2008 | 09:01
Veislan er búin
Ég hef ekki upplifað aðra eins daga og undanfarið enda ung að árum og lítt lífsreynd. Það merkilega í þessu öllu saman er að allt sæmilega hugsandi fólk, sem kann undirstöðu atriði í reikningi var búið að sjá þetta fyrir. Vinna ekki 80 hagfræðingar hjá Seðlabankanum?? Mér finnst frekar óhugnarleg tilhugsun að þurfa að treysta fjármálaeftirlitinu fyrir þjóðarskútunni, er ekki alveg að treysta þeim gaurum sem þar sitja. Ef ég man rétt þá hafa þeir ekki gert annað s.l. mánuði en að reyna að kjafta upp traust á bankana, sem ekki var mikil innistæða fyrir. En hvað um það. Ég ætti ekki að vera að gaspra um það sem ég hef ekki vit á. Hitt er ég þó þakklát fyrir að ekki var búið að leggja niður Íbúðalánasjóð eins og íhaldið vildi í tíð síðustu ríkisstjórnar. Það voru blessaðir framsóknarmennirnir sem náðu að koma í veg fyrir það. Svo ætla Rússarnir að vera rausnarlegir og lána okkur, takk fyrir það.
Seðlabankinn fær lán frá Rússlandi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.