Skrafað og skrifað

Dagarnir eru margvíslegir hjá mér um þessar mundir, öll flóran af athöfnum og uppákomur af ýmsum toga. Í gær var ég í stórmerkilegu afmæli kristniboðsfélagsins Frækornsins í Hegranesi. Það er 50 ára gamalt og eina sinnar tegundar á landsbyggðinni. Í dag komu um 90 börn í safnaðarheimilið í upphafi kirkjustarfsins. Sem betur fer í tveimur hollum.

Góðu heilli tók saumaklúbburinn ógurlegi til starfa í vikunni eftir sumarfrí. Í þessum saumó er borðað ótæpilega af hefðbundnum saumaklúbbsmat og mikið hlegið. Það sleppur til því við höfum leikfimikennara innan okkar raða sem sér um að þjálfa þær sem eru í nágrenni Varmahlíðar city. Við hinar sem vinnum og búum hér í Króknum verðum að reyna að standa saman og mæta, leiðbeinendalausar, í Þreksport. Í tilefni af því skal ég fara í þreksport kl.11.30 stundvíslega í fyrramálið í kompaníi við saumaklúbbsvinkonur mínar. Líklega verð ég að sýna skilríki, því að þangað hef ég ekki komið í næstum hálft ár, segi og skrifa. Reyndar búin að vera með læknisvottorð en sama er..

Við Tóti búum nú til samsæriskenningu um au pair stúlkan hafi stungið af til Evrópu þegar að hún fékk vísað sitt, en hún átti að geta nálgast vegabréfsáritunina í síðustu viku. Bregður svo við að ekkert heyrist frá henni síðan. Nema hún hafi guggnað.    

Í næstu viku er fyrsta bekkjaafmæli prinsins á heimilinu. Hann ætlar móður sinni að bjóða upp á fjölbreyttar kræsingar m.a, pizzusnúða, kornflexkökur, cerioskökur, norskar súkkulaðikökur auk afmælistertu. Verð sem sagt bak við eldavélina næstu daga (vona að mamma lesi þessa færslu og hafi enn ábyrgðarkennd gagnvart dóttur sinni). Góða nótt elskurnar mínar og dreymi ykkur vel.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband