11.9.2008 | 23:21
Aftur í túninu heima
Maður rétt bregður sér af bæ og allt verður brjálað í athugasemdum, hmmhmmm..
Gott að vera komin heim út borg óttans. Þetta var rosaleg ferð skal ég segja ykkur, mæðginaferð af bestu gerð. Fyrst var að fara á greinarstöðina. Ein mesta raun foreldra fatlaðra barna er ekki að díla við TR, nei. Það er að finna Greiningarstöðina. Stafsmenn Kópavogsbæjar ákváðu að grafa allar leiðir sem ligga að GRR í sundur. Nema leiðina í gegnum bílastæðahúsið í Hamraborg og þvílík völundarhús, sem sú bygging er! Í fjóru tilraun tókst okkur að komast í gegn. Öll hár snéru öfug á mér, því að bílastæðahúsið hefur 2 m lofthæð á stórum köflum en bíllinn okkar einmitt 196 cm hár og þó við séum góð í stærðfræði ég og Ásinn, þá átti ég alltaf von á að skrapa toppinn og/eða festa bílinn en það kom sem betur fer ekki til.
Í dag hitti ég lækningamennina og borgaði offjár fyrir nýtt gler öðru megin í gleraugun mín. Fékk fína skoðun, enda ímynd heilbrigðis og almennrar hreysti (hóst, hóst).
Gott að vera komin heim út borg óttans. Þetta var rosaleg ferð skal ég segja ykkur, mæðginaferð af bestu gerð. Fyrst var að fara á greinarstöðina. Ein mesta raun foreldra fatlaðra barna er ekki að díla við TR, nei. Það er að finna Greiningarstöðina. Stafsmenn Kópavogsbæjar ákváðu að grafa allar leiðir sem ligga að GRR í sundur. Nema leiðina í gegnum bílastæðahúsið í Hamraborg og þvílík völundarhús, sem sú bygging er! Í fjóru tilraun tókst okkur að komast í gegn. Öll hár snéru öfug á mér, því að bílastæðahúsið hefur 2 m lofthæð á stórum köflum en bíllinn okkar einmitt 196 cm hár og þó við séum góð í stærðfræði ég og Ásinn, þá átti ég alltaf von á að skrapa toppinn og/eða festa bílinn en það kom sem betur fer ekki til.
Í dag hitti ég lækningamennina og borgaði offjár fyrir nýtt gler öðru megin í gleraugun mín. Fékk fína skoðun, enda ímynd heilbrigðis og almennrar hreysti (hóst, hóst).
Athugasemdir
hehe finnst það nú vera ansi hart ef það er erfiðara að finna GRR en að díla við TR :-) híhí
Vonandi gekk allt vel hjá ykkur, við vorum þarna í sumar í fyrirsætuleik. Rebekka módel fyrir GRR :-)
Elísabet Sóley Stefánsdóttir, 11.9.2008 kl. 23:39
Já, það er svo margt rosalegt í henni Reykjavík, í vor var reynt að útskýra fyrir mér leiðina úr ,,kórunum" út á Arnarnes og mér fannst eins og það hlyti að vera auðveldara að rata til tunglsins. En gott að þið komust á leiðarenda og allt gekk vel.
Gugga (IP-tala skráð) 12.9.2008 kl. 08:39
Það er nú myndefni sem ástæða er til að birta hér, þú með öll hárin öfug. Sé þetta einhvern veginn ekki fyrir mér. Bestu kveðjur í bæinn.
Ninna Sif (IP-tala skráð) 12.9.2008 kl. 14:39
Kópavogur er nú alveg einstaklega þægilegur að villast í. Helgi Hrannar og foreldrar voru einmitt líka á GRR þessa viku svo ég skil alveg að hárin hafi verið farin að snúa öfugt á þér. Er reyndar að reyna að sjá þetta fyrir mér. Ég var hins vegar svo heppin að Ingólfur keyrði yfirleitt og er hárlaus á höfði svo þetta slapp til. En mikið lifandis skelfing var gott að komast burt úr þessu völundarhúsi og í rólegheitin heima. Og Helgi Hrannar glaður að komast aftur í skólann.
Ásta Ólöf Jónsdóttir (IP-tala skráð) 16.9.2008 kl. 00:07
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.