8.9.2008 | 22:02
Blekkjandi linsur
Skoða stundum hestamiðlana til að vera samræðuhæf í bransanum (eða reyna að láta líta út fyrir að ég sé það). Rakst ég þá ekki á þessa mynd af okkur hjónum sem er svo skemmtilega tekin að að Tóti lítur út fyrir að vera mikill maður vexti og ég mun nettari en ég er í raun og veru. Svona geta myndir verið blekkjandi. Ég bið ljósmyndarann afsökunar á að stela frá honum myndinni.
Athugasemdir
Mér finnst nú ekki skrýtið að það verði allt uppselt á sjóið þegar tilkynningunni fylgir mynd af svona skemmtilegu, hæfileikaríku og fallegu fólki . Finnst þið ættuð að fá prósentur....a.m.k. frítt inn, flug og hótel!
Kv. Alma gamla
Alma (IP-tala skráð) 8.9.2008 kl. 23:02
Þið takið ykkur vel út, mikill hjónasvipur enda í stíl. Spurning um að gera meira af fyrirsætustörfum.
Gugga (IP-tala skráð) 9.9.2008 kl. 10:47
Skemmtilegar svona linsur og klukk (ef það fer í taugarnar á þér kenni ég Sunnu alfarið um þetta hún klukkaði mig svo ég setji þetta nú í samhengi orsaka og afleiðinga).
Kveðja frá Skinnastað.
Hildur Inga Rúnarsdóttir (IP-tala skráð) 9.9.2008 kl. 12:14
Ekki kenna mér um....Jóhanna Magg byrjaði og klukkaði mig !
Flott mynd af glæsilegum hjónum !
Sunna Dóra Möller, 9.9.2008 kl. 14:42
Hulda Geirs sendir þér örugglega reikning fyrir myndinni :P
En skemmtileg mynd, er ekki svona hóf framundan aftur?
Hulda var eitthvað að invite mig á svoleiðis í gegnum Facebook.
Rúnar Birgir Gíslason, 9.9.2008 kl. 15:04
Þið eruð svaka flott!! Bara alveg jafnmikið í stíl og Beckam hjúin :)
Kveðja af Dósinni
Edda (IP-tala skráð) 9.9.2008 kl. 17:09
Afsökunarbeiðnin móttekin og samþykkt ( : Mér fannst bara tilvalið að nota þessa fínu mynd með fréttatilkynningunni enda vissi ég að hún myndi trekkja að. Tek það skýrt fram að ekki er notast við nein trix eða blekkjandi linsur, þið eruð bara svona flott
Bestu kveðjur að sunnan,
HGG
Hulda G. Geirsd. (IP-tala skráð) 11.9.2008 kl. 13:41
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.