6.9.2008 | 22:48
Heim á ný
Átti skemmtilega dvöl með tilvonandi fermingarbörnum í Vatnaskógi frá mánudegi til föstudags. Það er eins og að vera í mat hjá mömmu, heitur matur tvisvar á dag og ávallt nýbakað með kaffinu. Öll með tölu (52) stóðu sig vel áhugasöm og glöð eins og börn eiga að vera. Örfá fengu heimþrá og önnur væg gelgjuköst. Það er líka alveg eins og það á að vera og partur af að vera 13 ára. Ekkert fyllir mig eins mikilli trú á framtíð íslensku þjóðarinnar og fá að kynnast æsku Skagafjarðar af eigin raun.
Var í dag við útför gamla biskupsins, Herra Sigurbjörns Einarssonar, fyrir þeim manni bar ég óendanlega virðingu. Blessuð sé minning hans.
Var í dag við útför gamla biskupsins, Herra Sigurbjörns Einarssonar, fyrir þeim manni bar ég óendanlega virðingu. Blessuð sé minning hans.
Athugasemdir
Takk fyrir síðast, alltaf gott að hitta og spjalla við ykkur allar sem voruð í Guðfræðinni á sama tíma og ég! Þið eruð allar svo uppörvandi og ég var nokkuð sátt þegar heim var komið! Gangi þér vel með vetrarstarfið !
Sunna Dóra Möller, 7.9.2008 kl. 17:00
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.