Aumingja mamma

Það er ekki alltaf tekið út með sitjandi sældinni að eiga mörg barnabörn. Í dag sameinast bændur og búalið í Tungu í smalamennsku en þar sem búaliðið á slatta af krökkum sem enn eru of lítil fyrir smalamennskur er blessuð móðir mín heima með 6 börn fædd 2002 og síðar. Ég missi af öllu fjörinu, enda með vottorð upp á að ég geti ekki smalað.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Nei satt er það, það er ekki alltaf sæla að eiga öll þessi barnabörn. Nú þyrfti fálkaorðuna til fyrir ofurömmur, a.m.k. eftir svona dag.

Íris Olga (IP-tala skráð) 30.8.2008 kl. 23:01

2 Smámynd: Eyþór Árnason

Ég hef nú grun um að Helga húsfreyja hafi kunnað á þeim lagið. Svo er það svo merkilegt með þessi börn hvað þau hlýða öfum sínum og ömmum vel.

Eyþór Árnason, 31.8.2008 kl. 00:37

3 identicon

Mikid hef eg gaman ad fylgjast med ykkur, med þvi betra, takk.

Kvedjur til allra.  Ida amma

Ida Amma (IP-tala skráð) 2.9.2008 kl. 05:35

4 identicon

Alltaf sama hetjan hún mamma þín.... Ég bið kærlega að heilsa henni og vona að smalamennskan hafi gengið vel

kveðja úr borg óttans

Gunna (IP-tala skráð) 5.9.2008 kl. 20:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband