27.8.2008 | 23:36
Góðar og blessaðar tíðir
Þetta eru búnir að vera erfiðir dagar þessir ólympíuleikahandboltadagar. Ég er nefnilega mjög lítið gefin fyrir keppisíþróttir. En nú eru silfurdrengirnir gullslegnu komnir heim og búnir að fá fálkaorðuna og þjóðin búin að þurrka sér í alla vasaklúta sem til voru. Held að ég sé í liði með Kolbrúnu Bergþórs, mér finnst fótbolti miklu skemmtilegri og viðráðanlegri en handbolti. Ætli þetta sé ekki af því að enginn handbolti tíðkaðist í Akraskóla í denn?
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.