20.8.2008 | 12:41
Ágúst að áliðnum slætti
Lífið gengur sinn gang, dagar koma og fara og nóg að gera í túninu. Börnin orðin haustleg með hor í nös. Eymundur Ás fékk að vera heima í dag af þeim sökum en þykist þó fullfrískur til að spila tölvuleiki. Hmmmm???
Var mikið að vinna um helgina og fór á stórgóða Hólahátíð á sunnudag. Þar hitti ég eitt af uppáhaldsskáldum mínum Matthías Jó og umdeildasta bloggara landsins þessa dagana.
Skrapp til hennar Reykjavíkur í gær og gerði ágætan túr, fór á Skóda bifreiðinni vegna okurverðs á eldsneyti. Skódinn er ekkert sérlega kraftmikill og þótti Árna ferðafélaga mínum förin sækjast hægt og spurði ítrekað: Getur ekki keyrt hraðar??? Ég og Skódi erum sammála um að 80 km hraði sé mátulegur, þá er t.d. ekki svo mikið veghljóð að hægt er að hlusta á útvarpið og eyðslan í lægri mörkum.
Var mikið að vinna um helgina og fór á stórgóða Hólahátíð á sunnudag. Þar hitti ég eitt af uppáhaldsskáldum mínum Matthías Jó og umdeildasta bloggara landsins þessa dagana.
Skrapp til hennar Reykjavíkur í gær og gerði ágætan túr, fór á Skóda bifreiðinni vegna okurverðs á eldsneyti. Skódinn er ekkert sérlega kraftmikill og þótti Árna ferðafélaga mínum förin sækjast hægt og spurði ítrekað: Getur ekki keyrt hraðar??? Ég og Skódi erum sammála um að 80 km hraði sé mátulegur, þá er t.d. ekki svo mikið veghljóð að hægt er að hlusta á útvarpið og eyðslan í lægri mörkum.
Athugasemdir
Það er gott að eiga Skóda. Kveðja norður.
Eyþór Árnason, 20.8.2008 kl. 21:59
Skódinn klikkar ekki
Saknaðarkveðja frá Reykjavíkinni
Sigþrúður (IP-tala skráð) 26.8.2008 kl. 10:18
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.