13.8.2008 | 22:15
Ber allt árið
Var það ekki titill á einni bókinni hennar Helgu Sig?
Fórum í ber á æskuslóðir Siffu, þar sem smjörið drýpur af hverju strái. Halla (sem er engin venjuleg amma) á Steini á fjórhjól sem bar okkur lengst upp í Tindastólinn. Þessa var frábær eftirmiðdagur, yndislegt veður, skemmtilegt fólk og nóg af berjum. Ég er vís með að sjóða sultu og ef ekki þá verður KEA skyrið hátíðamatur með aðalbláberjum og rjóma.
Fórum í ber á æskuslóðir Siffu, þar sem smjörið drýpur af hverju strái. Halla (sem er engin venjuleg amma) á Steini á fjórhjól sem bar okkur lengst upp í Tindastólinn. Þessa var frábær eftirmiðdagur, yndislegt veður, skemmtilegt fólk og nóg af berjum. Ég er vís með að sjóða sultu og ef ekki þá verður KEA skyrið hátíðamatur með aðalbláberjum og rjóma.
Athugasemdir
Í tilefni af því að þú ætlar að verða talkennari þegar þú verður stór.... þá skaltu EKKI nota þessa aðferð:
Jói litli átti erfitt með að segja Gé. Ömmu hans fannst þetta slæmt málhelti svo hún ákvað að kenna stráksa þetta í eitt skipti fyrir öll.
Jói minn, segðu Amma er Góð og Göfug. Stráksi var ekki lengi að því og sagði: "Amma er Óð og Öfug"!
Ein berjatínslukona (IP-tala skráð) 14.8.2008 kl. 08:10
Jú mikil ósköp, hún Helga Sigurðardóttir gaf út bókina Grænmeti og ber allt árið - en gárungarnir tóku nú bara eftir seinni parti bókartitilsins. Henni var víst svolítil stríðni í þessu, systir mín var nemandi hennar og segir að hún hafi verið mjög vandvirk og nákvæm en svolítið viðkvæm. Allavega hét næsta útgáfa bókarinnar bara Grænmeti og ber...
Guðrún Helgadóttir, 14.8.2008 kl. 18:00
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.