Allt er að færast í eðlilegt horf

Fólk í kringum mig er að tínast heim eins og ær að hausti. Ekki veit ég hvaða söngva Heimismenn hafa sungið fyrir rússana, en það var eins og við manninn mælt, allt logar í ófriði þar austur frá eftir yfirreið Heimis. En Einsi er kominn heim með hana Írsolgu heilu og höldnu. Tótinn minn lendir í fyrramáli eftir afslöppunarhelgi vestan hafs. Afkvæmin eru byrjuð í leikskóla og frístundaheimili. Ásnum leist afbragðs vel á Árvistina og heimasætan að fara á stóru krakkadeild. Nú væri lag að komast í berjamó, er að leggja drög að berjaferð út á Reykjaströnd.Gunna Jóns, hin eina sanna, stórsöngkona og vinkona mína nánast frá degi eitt, á afmæli á morgun. Til hamingju með daginn elskan...

Guðrún Helga

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Takk fyrir kæra vinkona ;o) Það er með okkur eins og vínin, svínvirkum betur með hverju árinu ;o)

Gunna (IP-tala skráð) 12.8.2008 kl. 16:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband