Góðviðris dagar

Í dag er búið að vera svo gott veður að það gerist ekki betra á norðurhveli jarðar í það minnsta. Við grilluðum samlokur og borðuðum úti í garði í hádeginu og lögðumst svo í sólbað á eftir. Í ca. 10 mín. Skelltum okkur svo í Lýtó að prufa hesta og húsbóndinn þurfti að hleypa Esther á skeið. Sem gekk mjög vel og betur en hinum. Þórgunnur vill fá hvolp og sýnir dramatíska tilburði til að sannfæra móður sína um nauðsyn þess. Mig hálf langar í hund líka en ekki fyrr en við verðum komin í stærra húsnæði og helst komin með hesthús líka. Alltaf gaman að vera til á sumrin þegar sólin skín.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Til lukku með daginn Sigga mín og þið bæði  

Njótið veðurblíðunnar, hér er að þykkna upp.  Gúff, ertu viss um þetta með hundinn?

Kveðjur úr Odda norður.

Gugga (IP-tala skráð) 20.7.2008 kl. 15:23

2 Smámynd: Sigríður Gunnarsdóttir

Takk Gugga mín. Þetta með hundinn er algjör togstreita. Kannski væri betra að fá kisu (hverja ég hef aldrei þolað)?

Sigríður Gunnarsdóttir, 21.7.2008 kl. 07:26

3 identicon

Ég er með lausnina á þessu hundur/köttur vandamál.  Þú færð þér annað hvort fiska eða hænur í garðinn.

Og svo til hamingju með 100m hjá T-Tóta. Sterinn klikkar ekki!

kv. Alma

Alma (IP-tala skráð) 21.7.2008 kl. 13:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband