19.7.2008 | 20:45
Góðviðris dagar
Í dag er búið að vera svo gott veður að það gerist ekki betra á norðurhveli jarðar í það minnsta. Við grilluðum samlokur og borðuðum úti í garði í hádeginu og lögðumst svo í sólbað á eftir. Í ca. 10 mín. Skelltum okkur svo í Lýtó að prufa hesta og húsbóndinn þurfti að hleypa Esther á skeið. Sem gekk mjög vel og betur en hinum. Þórgunnur vill fá hvolp og sýnir dramatíska tilburði til að sannfæra móður sína um nauðsyn þess. Mig hálf langar í hund líka en ekki fyrr en við verðum komin í stærra húsnæði og helst komin með hesthús líka. Alltaf gaman að vera til á sumrin þegar sólin skín.
Athugasemdir
Til lukku með daginn Sigga mín og þið bæði
Njótið veðurblíðunnar, hér er að þykkna upp. Gúff, ertu viss um þetta með hundinn?
Kveðjur úr Odda norður.
Gugga (IP-tala skráð) 20.7.2008 kl. 15:23
Takk Gugga mín. Þetta með hundinn er algjör togstreita. Kannski væri betra að fá kisu (hverja ég hef aldrei þolað)?
Sigríður Gunnarsdóttir, 21.7.2008 kl. 07:26
Ég er með lausnina á þessu hundur/köttur vandamál. Þú færð þér annað hvort fiska eða hænur í garðinn.
Og svo til hamingju með 100m hjá T-Tóta. Sterinn klikkar ekki!
kv. Alma
Alma (IP-tala skráð) 21.7.2008 kl. 13:27
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.