Tryggingasölutækni

Nú steikti ég í mér heilann. Hér sat tryggingasölumaður í rúman klukkutíma og ég lýg því ekki að þessi maður gæti selt eskimóa vatn. Ég er orðin svo vel tryggð að þó ég fengi blöðruhálskrabba, þá þyrfti ég ekki að örvænta.
En tryggingasölumaðurinn hafði hinsvegar engan áhuga á tamninga Tóta. Við tryggjum ekki tamningamenn sagði hann blákalt. En reiðkennara spurði ég í örvæntingu? Nei, ekki ef að þeir eru tamningamenn. Ég á víst ekki rétt á neinum bótum út á tamningamanninn.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Tryggingasölukonan sem kom til mín hafði heldur engan áhuga á að tryggja Steina hann þótti mjög líklegur til slysfara. Hún reyndi þó en ég hef enn enga staðfestingu fengið um að hann sé tryggður ég kannski set mig í samband við hana aftur og segi hann hættan að reykja!! Þ.e. ef ekki er búið að segja henni upp í krepputalinu :-/

Bestu kveðjur og góða helgi

Edda

Edda (IP-tala skráð) 20.6.2008 kl. 08:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband