11.6.2008 | 23:51
Sumarkvöld við sæinn
Ég væri ekki að segja satt ef að ég virðurkenni ekki að ég hefði viljað vera á prestastefnu. Þó ekki væri nema til að sjá Svarthöfða og hitta gamla félaga. Heimasætan er komin aftur heim. Nú eru tvær uppeldishandbækur á náttborðinu hjá mér, ég segi ekki meir um það, hún gæti átt eftir að lögsækja mig þegar hún lærir að lesa ef að ég fer að kvarta og kveina. Hún er vel ákveðin þessi unga stúlka en mér þykir hún full ung til að stjórna öllu á heimilinu. Við mæðgurnar erum aðeins ósammála um þetta eina atriði. Að öðru leyti er barnið vitaskuld fullkomið. Annars er ég heil á sál en krönk á líkama eins og segir stundum í fornum bréfum. Enda er sumar á Sauðárkróki núna.Þarna eru tvær úr Tungu og önnur með lamb.
Athugasemdir
Svo sætar
Inga Heiða (IP-tala skráð) 12.6.2008 kl. 08:50
Þú nefnir tvær úr Tungu, manstu þegar félagar okkar Sæmi og Dóri léku Tvær úr Tungunum á árshátíð Varmahlíðarskóla, það var óborganlegt.
Mundi eftir þessu í vetur þegar pabbi sagði mér að Sæmi hafi farið á kostum sem leikari í sýningu í Reiðhöllinni.
Rúnar Birgir Gíslason, 14.6.2008 kl. 10:09
Hahaha! Ég man eftir þeim góðu tímum. Áttum við ekki upphaflega að leika "Nínu og Geira"?
Kv.Alma
Alma (IP-tala skráð) 14.6.2008 kl. 17:19
Ég man þetta nú ekki svona vel, það eru 17 ár síðan maður útskrifaðist úr Varmahlíð, ég sá held ég allar árshátíðir þarna í einhver 12 ár fyrir það og man ekki alveg allt.
Það sem ég man frá þessum 10 árum sem ég var í skólanum eru Dóri og Sæmi, ég og Kolla ásamt einhverju öðru pari að sýna dans. Einhvern tíman lékum við Svarta Pétur við lag Stuðmanna. Kennaragrínin voru alltaf góð. En svo minnist ég alltaf fimleikasýninganna í tíð Ödda þegar ég heyri lagið Popcorn.
Rúnar Birgir Gíslason, 14.6.2008 kl. 17:53
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.