Hásin í sundur

Nú er ég komin í þessa hrikalegu spelku upp að hné, því að mér tókst að slíta hásin. Verra hefði það svo sem getað verið, t.d. hefði ég getað verið étin af ísbirni.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hvernig í ósköpunum fórstu nú að því Sigga mín? Já þá var nú betra að drepa kvikindið en að þú hefðir lent í klóm hans 

Skil ekki hvað fólk er að stökkva upp til handa og fóta yfir þessu ísbjarnar máli, það hefði nú sennilega kostað eitthvað að flytja hann á næsta íssker!!! Held að fólk sé að tapa sér í vitleysunni

Klara (IP-tala skráð) 3.6.2008 kl. 21:58

2 Smámynd: Sigríður Gunnarsdóttir

Í fyrsta skipti í LANGAN tíma ákvað ég að gera gagn (það er frasi sem nær yfir allar gjörðir í Tungu; allt sem gert er annarsstaðar er gagnslaust). Aðeins að reka nokkur hross inn með honum Einsa bróðir. Mjög slysalegt eins og slys eru gjarnan.

Sigríður Gunnarsdóttir, 3.6.2008 kl. 22:52

3 Smámynd: Sunna Dóra Möller

Gott að þú varst ekki étin ! Farðu vel með þig

Sunna Dóra Möller, 4.6.2008 kl. 09:13

4 identicon

Elsku Sigga mín!  Já, hætturnar í sveitinni eru margvíslegar.  Hef alltaf heyrt að það sé hræðilega sársaukafullt að slíta hásin.  Vona sannarlega að þú sért ekki kvalin.  Sjálf er ég öll önnur eftir okkar góða símtal um daginn:-)

Ninna Sif (IP-tala skráð) 4.6.2008 kl. 11:01

5 Smámynd: Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir

Góðan bata!

Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 4.6.2008 kl. 11:38

6 identicon

Bara ad segja þer Sigga min, her ádur fyrr á minum tima  var vinkona min, þekkt leikkona, i gifsi i 6. vikur þegar hún sleit hásin, missti gott hlutverk ad mig minnir á Aureyri fyrir vikid.  Svo þú getur allavega farid i sturtu med spelku..  annars öfunda eg þig ekki neitt, vona ad allt gangi vel hjá ykkur.

Kossar og knús til "the one and only"  frá ömmu Idu..

Ida Amma (IP-tala skráð) 5.6.2008 kl. 04:22

7 identicon

Vantar þig þá ekki afleysingu ? Farðu vel með þig.

Hildur Inga Rúnarsdóttir (IP-tala skráð) 5.6.2008 kl. 12:50

8 Smámynd: Sigríður Gunnarsdóttir

Elskan mín góða, í Skagafirði eru svo harðduglegir prestar að þá munar ekkert um að bæta við 2 þúsund sálum í nokkrar vikur. Margar hendur vinna létt verk.

Sigríður Gunnarsdóttir, 5.6.2008 kl. 22:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband