Hreindýr í appelsíni

Stundum líður mér hreinlega eins og ég sé ljóshærð. Ákvað að elda alvöru mat í kvöld. Við hjónin fórum því saman í leiðangur í frystikistuna að taka upp eitthvað bitastætt í morgun. Mig minnti að við ættum hálfan léttreyktan lambahrygg frá því á jólum og meintur hryggur var því tekinn upp úr og látinn þiðna. Svo fer húsmóðirin að elda lambahrygginn, skellir á hann gljáa úr púðursykri og appelsínusafa. Fannst eitthvað smá skrítið hvað var lítil fita á hryggnum en var ekkert að fást um það. Dularfyllst af öllu var þó að engin hangikjötslykt kom hryggurinn fór í ofninn. Pétur svili kom í mat og húsbóndinn sker hrygginn og það er ekki fyrr en að ég fæ mér fyrsta bitann að ég átta mig á að þetta var alls ekki léttreykur lambahryggur heldur hreindýr. Frystikistan okkar er nefnilega fyrrverandi frystikista Árna bróður sem mátti ekki vera að því að tæma kistuna áður en hann hélt út í heim s.l. vor. Þannig var þessi hreindýrahryggur tilkominn. Hér var sem sagt fyrir misskilning hreindýrahryggur með kartöflugratíni, salati, maís og gráðostasósu. Mér hefur aldrei fundist hreindýrakjöt gott, ekki heldur í kvöld. En strákarnir voru svangir og rifu það í sig.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Eyþór Árnason

Ég hefði nú alveg verið til í að smakka þetta appelsínuhreindýr hjá þér! Kveðja norður.

Eyþór Árnason, 11.5.2008 kl. 00:41

2 Smámynd: Bumba

Hahahah, þetta er frábær lítil saga. Hlakka til að heyra fleiri. Með beztu kveðju.

Bumba, 12.5.2008 kl. 08:54

3 identicon

Hahahhahahha ... fyndið !!!  Þetta hefði svo auðveldlega getað komið fyrir mig!

Inga Heiða (IP-tala skráð) 12.5.2008 kl. 23:27

4 identicon

ljóshærð já.  ég var á Silfrastöðum um helgina.  Johan hringir um það leyti sem ég er að festa börnin í bílinn til að halda heim á leið.  Ég svara í símann, tala og set símann svo á bílþakið ("ekki gleyma síma, ekki gleyma síma") á meðan ég klára að sinna ungunum.  Nú svo sest ég eins og fín frú inní bíl og keyri niður á eyrar til að sækja mér sand í gulrótarbeðið mitt verðandi.  Og man svo eftir símanum þegar ég sé hann detta af bílþakinu á 80 km hraða þegar ég legg af stað til Ak. 

Og eins og það væri ekki nóg, þá kom risajeppi á eftir mér og ók yfir símann...

Hrefna Jó (IP-tala skráð) 14.5.2008 kl. 09:11

5 Smámynd: Sigríður Gunnarsdóttir

Úff, þetta er hræðileg saga. En hugsaðu þér hvað þú varst heppin að þetta var síminn, en ekki annað hvort barnið..

Sigríður Gunnarsdóttir, 14.5.2008 kl. 10:38

6 identicon

já, en miðað við lætin í þeim svona dags daglega þá hefði ég nú ekki einu sinni getað stigið skref frá bílnum áður en vælurnar hefðu farið í gang...  Kannski er það bara náttúruval að "sífellt-utan-við-sig"-ég skuli hafa eignast þannig börn!

Hrefna Jó (IP-tala skráð) 15.5.2008 kl. 08:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband