1.5.2008 | 17:06
Tregi í túninu
Við erum hálf hnuggin hérna í Túninu. Marie er að fara á morgun. Sem þýðir að fullorðna fólkið þarf að rifja upp hvernig á að raða í uppþvottavél og fleira þessháttar. Skálholt sveik ekki frekar en fyrri daginn, voðalega gaman að hitta kollegana og söngkennarinn er algjört rarítet. Verð í Vatnaskógi á tíu-tólf ára móti um helgina, missi af öllu sælusukkinu;-)
Athugasemdir
Æi, ef ég næ ekki að hringja í kvöld, þá bið ég kærlega og innilega að heilsa Marie hér í athugasemdum!
iol
Íris Olga (IP-tala skráð) 2.5.2008 kl. 22:09
Sæl og blessuð séra Sigríður mín og þakkir kærar fyrir síðast. Mikið var gaman að kynnast þér og gladdi það mig ósegjanlega hversu mikið þér, já og ykkur öllum fór fram á þessum örstutta tíma sem ég fékk að vinna með ykkur. Hlakka mikið til að hitta ykkur aftur. Með beztu kveðju frá raritetinu í Amsterdam.
Bumba, 6.5.2008 kl. 10:04
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.