Að fara úr böndunum

Ég hringdi í vinkonu mína á kvöldmatartíma í fyrradag, ég heyri að hún segir: Krakkar, inn í herbergi! Við mig sagði hún ég hringi í þig seinna. Sem hún gerði. Hún var nefnilega að horfa á fréttirnar og vildi ekki að börnin horfðu upp á flutningabílstjóra slást við lögregluna.
Mér finnst bensínverð allt of hátt og mér þætti ekki óeðlilegt að stjórnvöld tæku á því, t.d. með skattalækkun. En vesalings bílstjórarnir sem gekk áreiðanlega gott til í upphafi, þeir eru alveg búnir að klúðra málstaðnum með framgöngu sinni. Það kann ekki góðri lukku að stýra að lemja og skrökva.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband