23.4.2008 | 12:23
Bókaormarnir mínir og Kuggur
Eymundur Ás er í Disneyklúbbi sem er bókaklúbbur fyrir börn. Honum fannst mjög ósanngjarnt að Þórgunnur fengi ekki líka að vera í bókaklúbbi og ég gat ekki annað en tekið undir það. Þórgunnur fékk sína fyrstu sendingu í gær sem í voru tvær bækur um Kugg eftir Sigrúnu Eldjárn. Ég las þær báðar fyrir börnin og hló svo mikið að tárin runnu úr augnum á mér. Meiri snillingarnir þessi Eldjárnar.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.