18.4.2008 | 23:43
Vorþráin(n)
Vor í apríl er vel þekkt á norðanverðu Íslandi. Þá skín sólin glatt og blæs ekki úr norðri fyrr en undir hádegi. Ungar stúlkur gerast léttklæddari en æskilegt getur talist miðað við lofthita og piltar skrúfa niður bílrúðurnar og hækka í græjunum. Ef mér skjöplast ekki hættir vorið við einn daginn, því vorið vill sjaldnast vera hjá okkur í maí. Svo brestur á sumar án þess að nokkur taki eftir því, sama dag og bændur ákveða að hætta að búa í haust vegna grasleysis og harðinda. Ég lifi fyrir góðu stundirnar bjarta vordaga með fuglasöng.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.