18.4.2008 | 00:03
Lífið er saltfiskur
Ég gerði vinkonu minni smá greiða í dag. Pabbi hennar var heima og gaf mér saltfisk í þakklætisskyni. Einhvern voðalega fínan og góðan saltfisk og ég svoleiðis iða í skinninu að sjóða hann á morgun og rífa hann í mig með kartöflum og rúgbrauði. Mér finnst nefnilega saltfiskur svo voðalega góður. Hann er alveg eins og lífið.
Athugasemdir
Það er fátt betra en saltfiskur með góðum kartöflu, rúbrauði og smjöri.
Lostæti
Rúnar Birgir Gíslason, 18.4.2008 kl. 07:11
ég panta mér nánast alltaf saltfisk ef ég fer á fínan veitingastað. en einhverra hluta vegna er ég voðalega ódugleg að elda hann heima hjá mér.
HJó
Hrefna Jó (IP-tala skráð) 21.4.2008 kl. 09:46
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.