Hún er engin venjuleg stúlka

því pabbi hennar er konungur og mamma hennar drottning. Þetta er einn af uppáhaldsfrösum Þórgunnar (2) og bein tilvitnun í bókina Undurfagra prinsessan og hugrakki prinsinn hennar.
Ég keypti næstum hjól í Bykó í gær. Sá alveg brilljant kerru fyrir börn til að festa aftan í hjólið. Þegar ég bar þetta upp við Tóta stundi hann: Þú ert að verða eins og Georg Bjarnfreðarson. Hvað sem það nú þýðir?!?

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Rúnar Birgir Gíslason

Var Tóti ekki í Danmörku um daginn, þar er annar hver maður með svona kerru. Dóttur mína dreymir um svona en ég hef ekki enn keypt slíka, en þetta er bráðsniðugt.

Rúnar Birgir Gíslason, 13.4.2008 kl. 10:11

2 identicon

Mér finnst nú hálf glannalegt að sjá Danina með börnin í svona kerrum í umferðinni. (Er ekki orðinn eins sjóaður og Rúnar).

En fáðu þér endilega hjól. Eðalkróksarar hafa löngum hjólað, eins og Minna Bang og Kári Steins. Ekki leiðum að líkjast.

Man hins vegar ekki eftir að Georg Bjarnfreðarson hafi hjólað mikið á Krók.

Kveðja í Fjörðinn. GG.

Gísli Gunnarsson (IP-tala skráð) 13.4.2008 kl. 15:51

3 identicon

Hahahahhahahahaha ... skamm Tóti fyrir að líkja Siggu við GEORG!  Samt pínu fyndið

Inga Heiða (IP-tala skráð) 14.4.2008 kl. 11:06

4 Smámynd: Guðný Jóhannesdóttir

ég held að þú verðir mjög frúarleg á frúarhjóli með barnakerru í eftirdragi, styð hugmyndina

styð síðan bara Tóta í einhverju öðru eins og með frístundabúskapinn :)

Guðný Jóhannesdóttir, 14.4.2008 kl. 19:33

5 identicon

Við Jói vorum einmitt að fá okkur svaka fína kerru sem hægt er að festa við hjól, skíðamann eða bara skella handfangi á og aka um eins og hverri annarri barnakerru.  Og svo fékk ég nýtt hjól í afmælisgjöf (í annað skipti á fjórum árum... greinilega verið að senda einhver skilaboð).  Við ætlum nú aldeilis að draga börnin upp um allt og út um allt.

heyrumst

Hrefna Jó (IP-tala skráð) 16.4.2008 kl. 10:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband