Knúlli frændi og gírkassinn

Knúlli Knudsen er frændi minn og búinn að vera það lengi. Það er ótrúlega gott að eiga hann að á ögurstundum eins og þegar Skoda bifreið vor tekur upp á að bila. Tóti hefur aldrei verið hrifinn af þessum Skoda og þegar að fimmti gírinn hætti að virka fæst hann varla til að vera á Skodanum. Þá er bara hringt í Knúlla og málinu er reddað. Allavega byrjað að reddast. Fjórir gírar áfram þangað til þá. Og ég ætla að gefa sjálfri mér hjól í sumargjöf, í tilefni af því að í ár eru tveir áratugir síðan ég lærði að hjóla. Get trúað ykkur fyrir að það eru tuttugu og sjö ár síðan ég lærði að keyra traktor. Held ég sé komin út í aðra sálma..


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sveinn Arnar Sæmundsson

Já, við lærðum fyrr að keyra traktor en að sitja hjólhest. Ég samdi mörg lög við textann: "Keep firm hold of steering wheel and do not try to leave cap if tractor overturns"! Þetta er texti sem maður hafði alltaf fyrir augum þegar maður sat í nallanum á Grund og hafði hvorki ipod né vasadiskó! Er maður orðinn gamall??? Gaman að fylgjast með ykkur :)

Sveinn Arnar Sæmundsson, 4.4.2008 kl. 22:55

2 identicon

Svo áttu líka frænda sem notaði okkur tvær einu sinni sem hlass ;)   Gleymi því nú seint!  haha

Oh, það er svo gaman að hjóla.  Samt þori ég því varla hérna í klikkuninni í borginni.  Allir svo æstir og ég utan við mig, ekki góð samblanda.

Hafðu það gott, sæta mín.

Inga Heiða frænka (IP-tala skráð) 5.4.2008 kl. 13:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband