31.3.2008 | 18:13
Ættarmót Hólsara
Ég er gift inn í Hólsættina. Það er afbragðsætt. Flestir karlarnir með skalla, grandvarir, góðhjartaðir og glaðlegir. Allir hver öðrum líkir. Við Eymundur Ás fórum í Skaffó áðan og þegar við erum að fara inn í búðina, eru gömlu Hólshjónin Grétar og Ingibjörg á leiðinni út. Eymundur Ás sér Grétar út undan sér og kallar til hans: Hæ afi! Við fullorðnu fórum auðvitað að hlæja og Eymundi þótti þetta ógurlega leiðinlegur misskilningur. Ég reyndi að hughreysta hann með því að þeir væru sláandi líkir bræðurnir, afi hans og Grétar. Eymundur lét það gott heita og bætti svo við: Ég held að þeir eigi líka eins föt.
Athugasemdir
Ég ætti nú að fletta þér upp í Íslendingabók! .. Annars gleðilegan 1. apríl!
Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 1.4.2008 kl. 10:51
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.