Páskasól

Páskarnir eru í fyrra fallinu þetta árið og það hefur hálf ruglað mig í ríminu. Ég er algjörlega andlega tilbúin í sól og sumaryl, vorvinda glaða glettna og hraða með fuglasöng yfir og allt um kring. En samkvæmt dagatalinu er það ekki tímabært.
Páskatörnin er hjá að mestu og gekk allt samkvæmt áætlun. Nema tónleikar Palla og Moniku, þeir fóru fram úr björtustu vonum, aðsóknin var svo góð að það hefði ekki komist einn í viðbót í kirkjuna og þau snillingarnir voru bara frábær. Hrönn hans Rögga sendi mér mjög fyndnar myndir af mér með þeim hjúum, setti eina inn að gamni mínu. Ég er eins og fulltrúi aldanna þarna á milli þeirra. Ætla að taka það rólega í dag, ekki gera mikið meira en að vera með börnunum mínum og borða hjá tengdó.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband