Kaldir fætur, happy fætur

Við mæðgin eyddum helginni á Akureyri og í Hlíðarfjalli. Þar var boðið upp á námskeið í vetraríþróttum fyrir fatlaða. Eymundi Ás fannst svo gaman á sleðanum að hann vildi ekki hætta fyrr en að fæturnir voru orðnir helkaldir. Okkur til fulltingis og skemmtunar voru Tungubörnin og móðir þeirra, hver öll eru að verða hin flinkustu á skíðum. Allir fóru á skíði nema ég. Fékk einhverja slæmsku í bakið eða öllu heldur fótinn þannig að ég er ekki upp á marga fiska hvað líkamlegt atgervi áhrærir og er viðskota ill eftir því. Fórum í sund og fengum gistingu hjá Ölmu og fjölskyldu út í þorpi, þar sem okkur var tekið tveimur höndum.
Þórgunnur fékk að vera hjá ömmu sinni og afa á meðan þessu gekk en fjölskyldufaðirinn brá sér í helgarferð til Árhúsa í Danmörku þar sem framfór töltmót á ís. Ég reyndi að benda honum á að styttra væri að renna vestur á Svínavatn þar sem væri hægt að komast á ísmót . Það bar ekki árangur.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Rúnar Birgir Gíslason

Efast um að Svínavatnið sé yfirbyggt en Skautahöllin hér í Árósum er það.

Rúnar Birgir Gíslason, 10.3.2008 kl. 13:39

2 Smámynd: Sigríður Gunnarsdóttir

Hárrétt Rúnar, það hefur líklega gert útslagið.

Sigríður Gunnarsdóttir, 10.3.2008 kl. 14:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband