Gott kvöld

Dagur Guðmundar góða var haldinn hátíðlegur á Hólum í kvöld. Gamli prófessorinn minn, hann Einar biskups bróðir og biskupsson flutti þar skemmtilegt erindi um sögu biblíuþýðinga á Íslandi, Didda á Tjörn söng eins og engill og Vinum Vestmannsvatns var úthlutað úr áheitasjóði Guðmundar góða. Að öllu þessu loknu var gengið heim til biskupshjónananna og veitingum Margrétar gerð skil. Verst að mig langar að hefjast strax handa við mastersritgerðina mína, sem ég ætla þó ekki gera fyrr en um fertugt. Ég ætla nefnilega að skrifa mastersverkefni um sálmaskáldið Pál Jónsson í Viðvík, helst undir handleiðslu Einars Sigurbjörnssonar. En nú vitið þið meira en hann veit. Þessa frábæru hugmynd að verkefni fékk ég hjá ekki ómerkari manni en Jóni Ormari. En þetta var afbragðs gott kvöld.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir

Einar ,,rúlar" ...

Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 29.2.2008 kl. 10:02

2 identicon

Já það er gott að þið haldið upp á dag Guðmundar góða, það myndi ég líka gera. Guðmundur góði var og er eini biskupinn á Íslandi sem uppi hefur verið, sem vildi nota fjármuni kirkjunnar til að hjálpa fátækum, en hann átti við ramman andstæðing að etja, alla aðra kristna fyrirmenn þess tíma og höfðingja. Að hugsa sér að hann sem vildi lifa eftir boðskapnum skuli hafa þurft að berjast við biskupinn úr Skálholti fyrir lífi sínu vegna þess að Skálholtsbiskupp var á móti því að peningum kirkjunnar væru notaðir í það að hjálpa fátækum. Þetta er nú sannleikurinn í málinu og síðan Guðmundur góði var og hét virðast ekki komið aðrir kirkjunarmenn sem hafa viljað nota auðæfi kirkjunnar til hjálpar fólki sem á ekki fyrir mat. Sem sagt ekki farið eftir boðskapnum eins og Guðmundur vildi.

Valsól (IP-tala skráð) 1.3.2008 kl. 15:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband