15.2.2008 | 14:09
Um hættulega storkufanga
Þetta minnir mig á að einu sinni þegar ég var barn, var ég stödd hjá ömmu á Akranesi á sama tíma og "hættulegur" fangi slapp úr fangelsi. Það er stutt á milli Reykjavíkur og Akraness og ég var ekki lengi að gera mér í hugarlund að fanginn gæti allt eins dulist í húsasundum á Akranesi eins og í Reykjavík. Kannski væri hann einmitt bak við bílskúrinn hennar ömmu að fela sig og yrði auðvitað að drepa þá sem óvart kæmu auga á hann? Sem betur fer var þetta ekki raunin en ég var hrikalega hrædd.
Vona að fanginn með skrítna nafninu verði hvori sjálfum sér né öðrum til tjóns.
Hættulegur strokufangi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Segi það sama, nafnið er sannarlega óalgengt og ekki oft sem lýst er eftir strokufanga sem er talinn vera hættulegur. Mér fannst þetta smá skerý og hugsaði að vonandi myndi hann engan skaða í þessu stroki sínu.
Svo fannst hann bara inn í skáp?
Kolbrún Baldursdóttir, 15.2.2008 kl. 20:53
Þetta hefur kannski verið búr-skápur!
Ólöf Ingibjörg Davíðsdóttir, 15.2.2008 kl. 21:07
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.