Besti pizzubotninn til þessa

Ákvað í hádeginu að baka pizzu í kvöldmat. Áður en að því kom hitti ég mann sem þóttist viss um að ég væri með óþol fyrir geri. Leyfi mér að efast um það en fyrir vikið ákvað ég að baka sérlega hollan pizzubotn, án gers auðvitað.

Þennan fann ég á netinu og breytti lítillega. Hann mun vera ættaður frá Sollu sem kennd er við Grænan kost:
5 dl. spelt
3 tsk. lyftiduft
1 tsk salt
3 msk. ólívuolía
Slatti af kryddi (Provencale krydd frá Knorr, Fiesta de Mexíkó frá Pottagöldrum og hvítlaukspipar)
ca. 3 dl AB-mjólk
Setjið speltið, lyftiduftið, saltið og krydd saman. Bætið svo olíunni saman við og AB-mjólkinni á meðan þið hrærið blöndunni létt saman þangað til að deigkúla myndast. Ekki hnoða mikið, bara létt og lítið. Fletjið svo deigið út á bökunarpappír og bakið í ca. 5 mín við 180 gráður, það gerir gæfumuninn. Setjið pizzasósu og álegg ofan á og bakið svo áfram í korter.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband