Saumaklúbburinn sæti

Hef ég ekki áður bloggað um saumaklúbbin minn? Enginn vafi leikur á að það eru hrein og klár lífsgæði að vera í góðum saumaklúbbi. Eins og mínum. Við fórum alveg á kostum í kvöld, átum yfir okkur, gerðum úttekt á jólabókunum, settum saman lista yfir fólk sem ætti ekki drekka áfengi (af tillitssemi við viðkomandi verður hann ekki birtur hér) og plönuðum að fara í frí, í tilefni af því að engin okkar er barnshafandi, svo vitað sé. Svo ætlum við á sameiginlega þorrablótið um helgina og sendum einn fulltrúa í Hofsós:-)

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég held að það verði að birta stóra dóm úr saumaklúbbnum svo maður sé ekki í vafa hvort maður eigi að hætta að drekka eða halda því áfram!

Sobba (IP-tala skráð) 6.2.2008 kl. 08:20

2 identicon

Sammála síðasta ræðumanni...spurning að senda bara á viðkomandi...þú ættir ekki að neyta áfengis skv sæta saumaklúbbnum...

Marta (IP-tala skráð) 6.2.2008 kl. 09:38

3 Smámynd: Sigríður Gunnarsdóttir

Já heyrðu, við steingleymdum að ræða þín mál Sobba mín, við tökum þig fyrir næst;-)

Sigríður Gunnarsdóttir, 6.2.2008 kl. 10:04

4 identicon

Er ég á listanum?  Þarf eiginlega að fá að vita það fyrir föstudag ....

Já, nú getur HG&G líka farið að plana afrek sumarsins, þar sem engin er barnshafandi .... !!

Inga Heiða (IP-tala skráð) 6.2.2008 kl. 10:44

5 Smámynd: Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir

Saumaklúbbar eru algjört MÖST!  .. verst að kallar eru ekki með svoleiðis líka - þá væru fangelsin kannski ekki yfirfull ..

Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 6.2.2008 kl. 16:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband