Heimaveik húsmóðir

Ég verð að horfast í augu við það súra epli að ég er ekkert góð í að vera í veikindafríi. Svo heppilega vill til að vart er hundi út sigandi fyrir roki þannig að varla er stætt. Ég reyni að snúast í kringum krakkana mína og dáðst að því hvað þau eru falleg og gáfuð eins og allar mæður gera, aðeins að glugga í bækur og horfa á handbolta, sem er frekar mannskemmandi íþrótt að mínu viti, eða lesa reiðiblogg um borgarmálin. Líklega væri mitt besta útspil í stöðunni að biðja fyrir nýja meirihlutanum og gamla meirihlutanum. Það ætti ég þó að geta þrátt fyrir allt.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

ég reyni að njóta síðustu daganna sem heimavinnandi húsmóðir.  Bíð spennt eftir því að það komi óveður svo ég geti gert vöfflur og heitt súkkulaði.  Það finnst mér sérstaklega viðeigandi í afar leiðinlegu eða einstaklega fallegu veðri.  En þú hefur trúlega hvorki heilsu í bakstur eða át...?

hrefna (IP-tala skráð) 28.1.2008 kl. 10:09

2 Smámynd: Sigríður Gunnarsdóttir

Ekki hefur þurft vond veður til að ég baki vöfflur hingað til:-) en reyndar er ég hætt að baka vöfflur síðan ég komst upp á lag með að baka pönnukökur. Systkinin í Tungu sögðu að ég bakaði jafngóðar pönnukökur og amma og tel ég það jafngilda hæstu gæðastöðlum. En ég er frekar léleg til áts enn sem komið er, en stefni að því að bæta mig. Vera komin í hámarks afköst eigi síðar en á bolludag..

Sigríður Gunnarsdóttir, 28.1.2008 kl. 22:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband