Jæja þá..

er laus við kirtlana. Sé mest eftir að hafa ekki látið taka botnlangann í leiðinni. Er stödd á sjúkrhóteli Siggu frænku. Kannski ég geti fengið Dag B. til að líta á mig, hann er hálf atvinnulaus karlgreyið og hefur eflaust rýmri tíma eftir þetta dæmalausa útspil Ólafs og sjallanna.

En París er æðisleg borg, það ég vottað. Þar er eiginlega allt flottast; Lourve safnið er ótrúlega flott, andrúmsloftið í Notre Dame er algjörlega magnað, Effelturinn bísna hár og voða gott að borða. Fór að ráðum Ölmu og var dugleg að borða og hefur það sennilega orðið mér til lífs í dag. Hér skiptast á hóglífi og meinlæti.

Ég held að ég sé að hressast, allavega er ég nógu hress til sakna barnanna minna.

Yfir og út.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Gott að heyra að allt gengur vel.  Stoppar þú lengi í borginni?  Þarf ekki HG&G að fara að halda aðalfund?  Ó já, París er barasta æði ... hún er svo mikið æði ég ÉG nennti ekki einu sinni að skoða í búðir þegar ég fór þangað ... ó sei sei

Inga Heiða (IP-tala skráð) 22.1.2008 kl. 22:04

2 Smámynd: Eyþór Árnason

Farðu vel með þig.

Eyþór Árnason, 22.1.2008 kl. 23:54

3 identicon

Gott að heyra þér heilsast vel og já París er svo sannarlega falleg. Eitt af því sem stendur upp úr hjá mér var kirkjan á hæðinni á móti Eiffel, Basilesqe de sacre cure (ég er ekki viss um að ég hafi skrifað þetta rétt). París er ein af þessum borgum sem verða alltaf á dagskránni þó maður sé búin að fara þangað. Ég verð þó að viðurkenna að ég var ekkert sérstaklega upprifin yfir henni þegar ég sat þar föst um nótt af því ég missti af lestinni til Strassborg, enda kannski ekki í alveg besta hverfi Parísar þá (Gard du l' Est), en meira segja það var gaman.

Hildur Inga Rúnarsdóttir (IP-tala skráð) 23.1.2008 kl. 09:42

4 identicon

Gott að gengur vel.  Láttu þér batna Sigga mín og farðu vel með þig, njóttu þess að mega ekki gera neitt

Gugga (IP-tala skráð) 23.1.2008 kl. 22:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband