Sitt af hvoru tagi

Í janúar hef ég, meiri áhyggjur af holdafari mínu en í öðrum mánuðum og svo mun vera um fleiri. Á bók eftir amerískan lækni og líkamsræktarfrömuð sem heitir Líkami fyrir lífið fyrir konur og ákvað að glugga í hana. Samkvæmt hennar kenningum er ég og fólk með sama vaxtalag líklegra til að fá ýmsa stórhættulega sjúkdóma, eins og krabbamein og hjartasjúkdóma. Konur sem fitna á lærum og rassi eru í miklu betri málum. Ekki nema eitt ráð við þessu að reyna að brenna mör og er það komið á forgangslista. Mér hefur alltaf þótt nauðsynlegt að hreyfa mig og tel það ásamt fleiru lykil að góðri geðheilsu. Á móti kemur að mér finnst voðalega gott að borða og borða þess vegna oft óhóflega. Vandlifað í veröldinni.
Ætla að taka mér frí um helgina og fara með hestamanninn suður til Parísar. Það verður kærkomið en Adam verður ekki lengi í Paradís, á þriðjudaginn ætlar Stokkhólmabóndinn að kippa úr mér hálskirtlunum. Þá verð ég að leggja niður mína uppáhalds iðju, sem er að borða, allavega um stundarsakir.
Hér leikur allt í lyndi; börnin frísk, Marie byrjuð í Fjölbraut og Tóti komin með fullt hús af gæðingum til að þeysa á. Hvað er hægt að biðja um meira?

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Skemmtið ykkur vel í París. Gangi þér svo vel á þriðjudaginn Sigga mín.

Kv. HSH

Helga Sjöfn (IP-tala skráð) 16.1.2008 kl. 11:08

2 identicon

Góða skemmtun í París   .... frábært megrunarráð að fara í þessa aðgerð .... ekki satt?

Inga Heiða (IP-tala skráð) 16.1.2008 kl. 11:40

3 identicon

Æjá, agalegt að komast ekki í eina hálskyrtlatöku svona eftir áramótin. Ég sé fyrir mér hrinjandi kílóin.

Solga (IP-tala skráð) 16.1.2008 kl. 18:07

4 identicon

Elsku Sigga mín!

Rosalega góða ferð og skemmtun og njótið þess að vera saman tvö ein í borg ástarinnar  híhíhhíhí.  Gangi þér vel í kirtlunum, ekki það að mér finnist þú þurfa þess en þú leggur nokkur kíló á hilluna, bara að hleypa þeim ekki inn aftur. 

Gugga (IP-tala skráð) 17.1.2008 kl. 11:10

5 identicon

Sæl Sigga mín.

Fyrst þú ert að fara í þessa hálskirtlatöku eftir Parísarferðina þá held ég að ég verði að stinga upp á því að þú notir nú tímann vel í París og borðir vel og vandlega. 

Bestu kveðjur í bæinn,

Alma

Alma (IP-tala skráð) 18.1.2008 kl. 12:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband