16.1.2008 | 10:35
Sitt af hvoru tagi
Í janúar hef ég, meiri áhyggjur af holdafari mínu en í öðrum mánuðum og svo mun vera um fleiri. Á bók eftir amerískan lækni og líkamsræktarfrömuð sem heitir Líkami fyrir lífið fyrir konur og ákvað að glugga í hana. Samkvæmt hennar kenningum er ég og fólk með sama vaxtalag líklegra til að fá ýmsa stórhættulega sjúkdóma, eins og krabbamein og hjartasjúkdóma. Konur sem fitna á lærum og rassi eru í miklu betri málum. Ekki nema eitt ráð við þessu að reyna að brenna mör og er það komið á forgangslista. Mér hefur alltaf þótt nauðsynlegt að hreyfa mig og tel það ásamt fleiru lykil að góðri geðheilsu. Á móti kemur að mér finnst voðalega gott að borða og borða þess vegna oft óhóflega. Vandlifað í veröldinni.
Ætla að taka mér frí um helgina og fara með hestamanninn suður til Parísar. Það verður kærkomið en Adam verður ekki lengi í Paradís, á þriðjudaginn ætlar Stokkhólmabóndinn að kippa úr mér hálskirtlunum. Þá verð ég að leggja niður mína uppáhalds iðju, sem er að borða, allavega um stundarsakir.
Hér leikur allt í lyndi; börnin frísk, Marie byrjuð í Fjölbraut og Tóti komin með fullt hús af gæðingum til að þeysa á. Hvað er hægt að biðja um meira?
Ætla að taka mér frí um helgina og fara með hestamanninn suður til Parísar. Það verður kærkomið en Adam verður ekki lengi í Paradís, á þriðjudaginn ætlar Stokkhólmabóndinn að kippa úr mér hálskirtlunum. Þá verð ég að leggja niður mína uppáhalds iðju, sem er að borða, allavega um stundarsakir.
Hér leikur allt í lyndi; börnin frísk, Marie byrjuð í Fjölbraut og Tóti komin með fullt hús af gæðingum til að þeysa á. Hvað er hægt að biðja um meira?
Athugasemdir
Skemmtið ykkur vel í París. Gangi þér svo vel á þriðjudaginn Sigga mín.
Kv. HSH
Helga Sjöfn (IP-tala skráð) 16.1.2008 kl. 11:08
Góða skemmtun í París .... frábært megrunarráð að fara í þessa aðgerð .... ekki satt?
Inga Heiða (IP-tala skráð) 16.1.2008 kl. 11:40
Æjá, agalegt að komast ekki í eina hálskyrtlatöku svona eftir áramótin. Ég sé fyrir mér hrinjandi kílóin.
Solga (IP-tala skráð) 16.1.2008 kl. 18:07
Elsku Sigga mín!
Rosalega góða ferð og skemmtun og njótið þess að vera saman tvö ein í borg ástarinnar híhíhhíhí. Gangi þér vel í kirtlunum, ekki það að mér finnist þú þurfa þess en þú leggur nokkur kíló á hilluna, bara að hleypa þeim ekki inn aftur.
Gugga (IP-tala skráð) 17.1.2008 kl. 11:10
Sæl Sigga mín.
Fyrst þú ert að fara í þessa hálskirtlatöku eftir Parísarferðina þá held ég að ég verði að stinga upp á því að þú notir nú tímann vel í París og borðir vel og vandlega.
Bestu kveðjur í bæinn,
Alma
Alma (IP-tala skráð) 18.1.2008 kl. 12:11
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.