6.1.2008 | 09:47
Þrettándatónleikar
Stundum er okkur Skagfirðingum, tala nú ekki um Blöndhlíðingum, legið á hálsi fyrir að vera óþarflega roggin af uppruna okkar, þannig að jaðri við hroka. Ég hef sannarlega reynt að taka þetta til mín. Í gærkvöldi helltist svo yfir mig þetta skagfirska þjóðernisstolt þegar ég hlustaði á Karlakórinn Heimi flytja dagskrá um Stefán Íslandi. Mjög svo mikið lagt í þessa sýningu sem tókst vel í alla staði, ótrúlega vel m.a.v. að vera sett upp í íþróttahúsi en forseti sveitarstjórnar lofaði að Miðgarður menningarhús opnaði síðar á þessu ári. Vonandi gengur það eftir.
Athugasemdir
Sæl frænka, mín bara farin að blogga eldsnemma á sunnudagsmorgni Varðandi stoltið þá þekki ég þessa tilfinningu, hún er bara hollt og heilbrigð. Ég held hún auki efnaskiptin í líkamanum og sé því bráðholl. Ég þarf ekki annað en hlusta á Heimir á geisladisk til að fyllast stolti yfir að eiga systurson í kórnum og eiga fullt af frændum og frænkum í þeim fagra firði, Skagafirði.
Ég fæ að predika á sunnudaginn í Neskirkju. ,,Ummyndunin á fjallinu". Mt 17,1-9. Verð kannski í sambandi þegar nær dregur.
kv. Salla móðursystir
Ursula (IP-tala skráð) 6.1.2008 kl. 12:14
Frábær skemmtun þessi dagskrá hjá Heimi á laugardaginn var. Ég held svei mér þá að ég sé svekktari en þeir vegna Eyrarrósarinnar.
Ragnar Bjarnason, 12.1.2008 kl. 22:45
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.