Nýtt ár með nýjar spurningar

Er ekki bara komið nýtt ár, svei mér þá! Ég er enn með snert af áramótþunglyndi, það er mjög leiðigjarn kvilli en sem betur fer gengur það yfirleitt yfir af sjálfu sér. Í því sambandi er ég að velta fyrir mér ýmsum krefjandi spurningum, eins og a) Er ég að verða gömul? b) Af hverju langar mig ekki lengur á þrettándaballið? c) Hvers vegna strengi ég ekki lengur áramótheit um nýjan og bættan lífstíl og stefni að því að missa tíu kíló fyrir vorið? d) Hvert fer ég í sumarbústað með hinum "gömlu" vinkonum mínum í ár? e) Hvers vegna ætlar Ástþór enn að bjóða sig fram til forseta?

En að öðru leyti er ég bara þokkaleg. Helgihald gekk vel fyrir sig um jól og áramót. Frá Þorláksmessu til áramóta komu á sjöunda hundrað manns til að taka þátt í helgihaldi. Get ekki verið annað en ánægð með.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sunna Dóra Möller

Ég þekki þetta ansi vel og sit líka með smá snert af áramótaþunglyndinu! Ég hitti Ninnu Sif í hádeginu á föstudaginn og var einmitt að segja henni að ég gæti ekki hugsað fram í tímann þessa dagana, það er eins og varnarkerfi líkamans bara grípi í taumana og stoppi allar framtíðarhugsanir..hahahaha...en það er ágætt bara. Alla vega í bili, svo kemur að því að ég þarf að hugsa fram á við, núna er ég bara að einbeita mér að því að taka niður jólaskraust og hafa áhyggjur af eiginmanninum á leið til Kenýa!

Hafðu það gott og til hamingju með góða messusókn um jólin !

Sunna Dóra Möller, 6.1.2008 kl. 13:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband