21.12.2007 | 18:15
Mannfræðirannsókn í saumaklúbbi
Ég er í afar skemmtilegum saumaklúbbi. í gær var jólaklúbbur og við skemmtum okkur konunglega. Að vísu vorum við frekar svekktar við gestgjafann sem sagðist hafa valið fljótlega rétti en við fyrirgáfum henni strax þegar við vorum búnar að smakka góðgerðirnar.
En við fundum út i sameiningu að í hverri fjölskyldu er kona sem bakar ógrynni af lagkökum og deilir út til vina og vandamanna. Athyglisvert?
En við fundum út i sameiningu að í hverri fjölskyldu er kona sem bakar ógrynni af lagkökum og deilir út til vina og vandamanna. Athyglisvert?
Athugasemdir
Svona konur eiga það til að senda jafnvel kökur til útlanda, þekki þessa manngerð.
Rúnar Birgir Gíslason, 21.12.2007 kl. 18:57
Já og þeir sem búa við það að þessi tiltekna kona í fjölskyldunni sé amma þeirra vita að, það koma ekki jól fyrr en búið er að hlaupa með lagkökurnar fyrir hana í nokkur hús í byggðalaginu. Ýmist sveskjutertu, brúntertu og mömmutertu eða allar sortir.
Hildur Inga Rúnarsdóttir (IP-tala skráð) 22.12.2007 kl. 10:10
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.