Enginn almennilegur íþróttamaður?

Ég var svo aldeilis hlessa þegar að íþróttafréttamaður lét hafa eftir sér að það væri óvenju erfitt að velja íþróttamann ársins í ár!?! Hefði haldið að valið væri óvenju auðvelt í ár...

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Rúnar Birgir Gíslason

Nú er ég forvitinn, hver hefur skarað svona fram úr að mati prestsins?

Ef ég yrði neyddur til að velja þá þyrfti ég góðan tíma.

Rúnar Birgir Gíslason, 20.12.2007 kl. 07:17

2 Smámynd: Sigríður Gunnarsdóttir

Hestaíþróttir eru líka íþróttir, þannig að ég útnefni hestamanninn og prestamanninn:-)

Sigríður Gunnarsdóttir, 20.12.2007 kl. 08:09

3 identicon

Ég er sammála prestinum...kominn tími til að hestamaðurinn fái þessa tilnefningu....

Marta (IP-tala skráð) 20.12.2007 kl. 09:11

4 identicon

Haha .. sammála  áfram hestamaðurinn!

Mér finnst nú líka badminton stelpan eiga skilið amk að vera í topp 3.

 Held samt að þessi verðlaunaafhending sé eini "íþróttaatburðurinn" sem ég horfi á !!  haha

Mun sko pottþétt horfa á þetta núna!

Inga Heiða (IP-tala skráð) 20.12.2007 kl. 10:00

5 Smámynd: Rúnar Birgir Gíslason

Var greinilega ekki vaknaður í morgun þegar ég skrifaði þetta. Fattaði þetta allt í einu í dag þegar ég var að hengja upp gardínur.

Ég veit vel að hestaíþróttir eru íþróttir, finnst samt skrýtið þetta að stundum keppi hesturinn og stundum knapinn. Svipað og að stundum keppi bíll í rallýi og stundum bílstjóri.

En þar sem ég kannast við marga af þeim íþróttafréttamönnum sem sjáum þessa kosningu þá get ég lofað því að hestamaður verður ekki kjörinn Íþróttamaður ársins á næstunni. Það hefur einu sinni gerst í sögunni og þá var það Sigurbjörn Bárðarson eftir að hafa unnið allt sem hægt var að vinna í hestaíþróttum í mörg ár.

Og svo ég æsi síðuhaldara og marga lesendur síðunnar þá eru íþróttir í kringum íslenska hestinn ekki fjölmenn grein á heimsvísu. Það hefur þó reyndar ekki hamlað íþróttafréttamönnum í að kjósa handboltamenn sem íþróttamenn ársins en sú íþrótt er ákaflega lítil á heimsvísu.

Fyrir mér á sá að hljóta titilinn sem nær hvað athyglisverðum árangri á heimsvísu.

Rúnar Birgir Gíslason, 20.12.2007 kl. 16:29

6 Smámynd: Sigríður Gunnarsdóttir

Já sæll! Í gæðingakeppni keppir hesturinn en í íþróttakeppni keppir knapinn. Þetta er mjög einfalt. En þarna um árið þegar Sigurbjörn var valinn var samkepnnin mjög takmörkuð, því að framfarirnar hafa verið svo gríðarlega í hestaíþróttum, fleiri sem keppna og keppnin harðnað.

Mér finnst frekar leiðinlegt að íþróttafréttamenn tali um það opinberlega að hestaíþróttamenn eigi ekki heima meðal annarra íþróttamanna; og fyrst þeim finnst það ekki þá komist hestaíþróttamenn aldrei á blað, sama hversu vel þeir standa sig. Ég er ekkert viss um að það sé "auðveldara" að verða góður hestaíþróttamaður en að ná árangri í hverri annari íþrótt. Keppnishestar eru þjálfaðir allt árið og keppnistímabilið stendur frá febrúar fram í september.

Sigríður Gunnarsdóttir, 22.12.2007 kl. 09:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband