Súkkulaði og rökkur á sunnudegi

Þetta er hefur verið mjög dimmur dagur, engu líkara en gleymst hafi að kveikja á efri hæðinni. En ljómandi dagur samt, barn var borið til skírnar fyrir hádegi, farið upp í Hóla að sækja jólatréð eftir hádegi. Ég hitaði súkkulaði þegar fjölskyldan kom hrakin og slæpt heim úr skóginum en eftir nokkra bolla af heitu súkkulaði þá get ég nánast allt. Hrærði í tvöfalda uppskrift af sörum, bakaði dansk rúgbrauð og bauð upp á hangikét með uppstúf í kvöldmat. Það var nokkurskonar utandagskrár hangikjöt, en H&H komu færandi hendi með soðið hangikjét, uppstúf og eplasalat. Börnin áttu varla orð til að lýsa hrifningu sinni á matnum og reyndu ásamt foreldrunum að fá Maríe til að smakka. Tókst reyndar ekki, enda Maríe grænmetisæta og hélt sig við stúfinn og kartöflurnar.
Eina sem ég gerði ekki í dag sem ég vissulega hafði þó ætlað mér voru þrjár jólaprédikanir. Ætli endi ekki með að ég tali það sem andinn blæs mér í brjóst? Grín. Allt í vinnslu og allt undir kontról. Nema jólakortin. Mér virðist fólk vera að detta út af jólakortalistanum, algerlega að ósekju og án þess að hafa til þess unnið. Nokkuð ljóst að ég verð að sjóða súkkulaði áður en ég legg í jólakortaskrif.
Fæ son minn í heimsókn í kirkjuna í fyrramálið ásamt skólahópnum úr Árvist. Hann er búin að óska eftir að fá að vera hjá mér, þar sem að hann sé sonur minn. Það er ekki nema sjálfsagt, aldrei að vita hve lengi blessuð börnin vilja kannast við foreldra sína.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég dáist af dugnaði þínum ... ég barasta kem mér ekki í að skrifa jólakortin eða gera nokkur önnur jólaverk!  Sjáumst vonandi á næstunni ... jólaknús!

Inga Heiða (IP-tala skráð) 17.12.2007 kl. 13:00

2 Smámynd: Rúnar Birgir Gíslason

Alltaf gaman að lesa sögur úr Firðinum fagra.

Jólakortin á þessum bæ voru rituð fyrir ca 3 vikum og er horfin á vit Póstsins, vonandi skila þau sér til þeirra sem þau eiga að fá fyrir jólin.

Tek það fram að ég skrifaði líka jólakort.

Rúnar Birgir Gíslason, 17.12.2007 kl. 13:12

3 identicon

Glæsilega að verki staðið.  Þá bara að skella sér í kortin.  Ég er einmitt að leita að þessum hina sama anda fyrir prédikanirnar

Gangi þér Gugga

Gugga (IP-tala skráð) 18.12.2007 kl. 12:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband