15.12.2007 | 08:59
Flottir krakkar- og kennarar
Nemendur Grunnskóla Skagafjarðar voru hæstir í öllum námsgreinum hér á landi sem Pisa könnunin tók til. 15 ára grunnskólanemendur í 57 löndum OECD tóku samræmd próf í náttúrufræði, stærðfræði og lestrarskilningi. (Heimild Skagafjörður.com)
Þetta er aldeilis ánægjulegt að lesa og gleður mitt gamla hjarta. Mér varð hugsað til allra vina minna í kennarastétt, mikið er ég stolt af því góða fólki. Þau geta borið höfuð hátt og farið brosandi í jólafrí.
Athugasemdir
Já mér fannst alveg frábært að sjá þetta inni á sk.com og benti unglingnum á heimilinu á þetta ákaflega stolt en hann heldur því fram að það sé nauðsynlegt að alast upp á Reykjavíkursvæðinu því skólarnir hér séu svo MIKLU betri en úti á landi!!!
sjáumst!
Edda (IP-tala skráð) 16.12.2007 kl. 12:58
Já það er sannarlega ástæða til þess að gleðjast yfir þessum árangri. Þetta veitir ábyggilega öðrum skólum á landsbyggðinni byr undir báða vængi.
Klárir krakkar í Skagafirði, það var alltaf vitað ;o)
kveðjur úr borg óttans..
Gunna (IP-tala skráð) 16.12.2007 kl. 13:44
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.