Rebbar í draumi

Er ekki einhver draumspakur eða spök? Í tvígang hefur mig dreymt refi,stálpaða yrðlinga, réttara sagt. Í bæði skiptin var ég eitthvað að vandræðast með rebbana, reyna að ná þeim en það gekk ekki, samt voru þeir að þvælast í kringum mig. Er þetta augljóslega fyrir einhverju?
Var að koma af Skaganum, það er ástæðan fyrir því að ég er ekki sofnuð.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Eyþór Árnason

Ekki er ég draumspakur, svo það er lítil hjálp í mér. En yrðlingar eru fjörugir pjakkar svo að kannski eru þetta bara jólasveinarnir að láta vita af sér.

Eyþór Árnason, 8.12.2007 kl. 02:11

2 identicon

Ég er nú gríðarlega mikil draumaráðningakona. Tel ég það að dreyma ref sé fyrir góðu svo fremur að þú finnir ekki lyktina sem þeim fylgir!

Sobba (IP-tala skráð) 10.12.2007 kl. 08:29

3 identicon

Það að dreyma villt dýr sem eru þér ekki óvinveitt þýðir farsæld í viðskiptum :) svo nú er bara að fjárfesta !!!!!

edda (IP-tala skráð) 10.12.2007 kl. 11:47

4 identicon

Sæl Sigríður. Ég er hræddur um að þessi draumur sé fyrir einhverri pesti sem þú munt fá, með hálsbólgu og beinverkjum, ásamt hita. En þar sem stálpaðir yrðlingar eru hraustir munt þú ná þér fljótt, með Guðs blessun. Kær kveðja.

Gísli Gunnarsson (IP-tala skráð) 10.12.2007 kl. 21:44

5 Smámynd: Sigríður Gunnarsdóttir

Þetta stendur eins og stafur á bók, auðvitað er þetta fyrir þríefldu veikindunum. Er eitthvað að reyna að fjárfesta í jólagjöfum Edda mín, og svo erum við að fjárfesta í meiraprófi fyrir hestamannninn. Það er ekki tekið út með sældinni að eiga yngri mann, ég má keyra litla vörubíla en ekki hann:-) En það stendur til bóta.

Sigríður Gunnarsdóttir, 11.12.2007 kl. 08:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband